Face Cream gjafasett
Þetta hátíðlega ChitoCare beauty gjafasett inniheldur Face Cream 50ml, Body Scrub 50ml og prufu af Anti-Aging Repair Serum.
ChitoCare beauty Face Cream 50ml
Face Cream er einstök samsetning náttúrulegra afurða úr Norður-Atlantshafi. Kremið ver húðina og er öflugur 24 stunda rakagjafi. Kremið eykur teygjanleika og sléttir yfirborð húðarinnar. Það inniheldur einnig SPF15 sólarvörn og andoxunarefni sem vernda húðina gegn skaðlegum umhverfisþáttum. Þessi vörn varðveitir æskuljóma húðarinnar og ver hana fyrir ertingu og ótímabærum skaða.
ChitoCare beauty Body Scrub 50ml
Body Scrub stinnir og mótar húðina, hann fjarlægir dauðar húðfrumur á áhrifaríkan hátt og vinnur gegn appelsínuhúð. Skrúbburinn er hlaðinn náttúrulegum innihaldsefnum eins og kítósan úr hafinu og koffíni svo húðin verður silkimjúk og endurnærð.
ChitoCare beauty Anti-Aging Repair Serum 2ml
Anti-Aging Repair Serum er öflugur rakagjafi sem stuðlar að náttúrulegu viðgerðarferli húðarinnar. Klínískar prófanir sýna að það dregur úr fínum línum og djúpum hrukkum. Serumið inniheldur lífvirkt sjávarkítósan og hýalúronsýru sem saman endurnæra húðina svo hún öðlast ljóma og unglegri áferð.
Face Cream gjafasett
Sale price7.490 kr