Hugrún

Krumkaka 48x150cm - Þrír litir

10.900 kr

Borðdregill  50% hör og 50% bómull.
Stærð:  48 cm x 150 cm.
Munstur er ofið í efnið.


KRUMKAKA
 
Krumkakan er skreytt hátíðarbrauð sem steikt er í þar til gerðum krumkökujárnum.
Járnin geta verið með ólíkum mynstrum sem oft bera keim af þjóðlegum hefðum eða eru trúarlegs eðlis.
Áðurfyrr voru krumkökujárnin dýrir nytjahlutir sem ekki allir höfðu ráð á. Þeir sem ekki áttu slíka gripi gátu þá
notið góðs af þjónustu svokallaðra"baksturskvenna" sem ferðuðust á milli bæja og
steiktu krumkökur í sínum eigin krumkökujárnum. Þrátt fyrir nýjar matarhefðir á norskum heimilum
hefur krumkakan haldið sínum sess og er fyrir marga ómissandi á jólaborðinu.

sambærilegar vörur

Recently viewed