Jólagjafaþjónusta fyrirtækja og hópa

Jólagjafaþjónusta fyrirtækja og hópa

Við hjá Útgerðinni bjóðum fram aðstoð okkar á meðan þú nýtur aðventunnar í rólegheitum.

Þriðja árið í röð ætlum við hjá Útgerðinni að bjóða upp á fyrirtækjaþjónustu þegar kemur að jólagjöfum. Við erum í viðskiptum við fjölmarga hönnuði, framleiðendur og heildverslanir um allt land og getum boðið upp á fjölbreytt úrval af gjöfum sem henta ólíkum hópum.

--

1. Segðu okkur hvað þú ert með í huga fyrir þitt fólk.

2. Við komum með hugmyndir að gjöfum.

3. Þið takið ákvörðun um næstu skref og njótið aðventu og undirbúnings jóla. 

4. Við skilum gjöfum innpökkuðum á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.

Einfaldara getur það ekki verið!

Hafið samband við okkur í gegnum samfélagsmiðla Útgerðarinnar og neðangreint netfang ef þið viljið létta ykkur lífið og gleðja ykkar fólk með fallegum gjöfum þessi jólin.

Ath: Síðasti dagur til að ganga frá pöntun er 12. desember 2021. 

Gleðilega hátíð,

Instagram | Facebook

utgerdinolafsvik@gmail.com

Rut Ragnars

Reading next

Útgerðin léttir þér lífið fyrir jólin