Útgerðin léttir þér lífið fyrir jólin

Nú þegar líða fer að jólum er ekki úr vegi að huga að jólagjöfum fyrir vini og ættingja, og viljum við hjá Útgerðinni bjóða fram aðstoð okkar á meðan þú nýtur aðventunnar í rólegheitum með þínu fólki.

Við ætlum að endurtaka leikinn frá því í fyrra og bjóða upp á alhliða jólagjafaþjónustu sem hentar hvort tveggja fyrirtækjum og einstaklingum sem vilja draga úr stressi fyrir jólin. Þjónustan er t.a.m tilvalin fyrir einstaklinga sem eru búsettir erlendis og vilja senda jólagjafir til vina og ættingja á Íslandi án þess að treysta á póstsendingar á milli landa.

Vöruúrvalið í vefverslun Útgerðarinnar er fjölbreytt og þar er eitthvað að finna fyrir öll kyn og aldur, og er ferlið í raun og veru mjög einfalt eins og sjá má í meðfylgjandi leiðbeiningum:

1. Þú verslar vöru í vefverslun Útgerðarinnar eins og venjulega.

2. Skrifar jólakveðju í athugasemdabox í „körfunni“.

3. Skrifar nafn og heimilisfang þess sem fær gjöfina í heimilisfang viðtakanda í næsta skrefi.

4. Hakar við jólagjöf í næsta skrefi.

5. Skráir nafn og upplýsingar um greiðanda.

Að því loknu tökum við við keflinu, pökkum gjöfinni fallega inn, prentum kveðjuna frá þér á veglegan pappír og komum gjöfinni til ættingja og vina í tæka tíð fyrir jólin.

Þá er einnig alltaf hægt að hafa samband við okkur í gegnum samfélagsmiðla Útgerðarinnar og neðangreint netfang ef það er eitthvað sérstakt.

Gleðileg jól,

Instagram | Facebook

utgerdinolafsvik@gmail.com

Rut Ragnars