Útgerðin x hringrás

Útgerðin býður upp á leigu á básum þar sem flíkur og fylgihlutir hljóta endurnýjun lífdaga í nýjum höndum. Einstaklingar geta bæði keypt notaðan fatnað og komið vörum aftur í hringrásina með því að selja ónotuð föt.

  

Leigutími og verð

Sjö básar eru til útleigu í Útgerðinni og leigist hver bás eina viku í senn. Hægt er að leigja að hámarki fjórar samfelldar vikur.

Leiguverð samanstendur annars vegar af básaleigu og 18% hlutdeild af þeirri upphæð sem viðkomandi selur fyrir á leigutíma.

Leiguverð fyrir einn bás í viku er 4000 krónur.

  

Innifalið í leigu

Útgerðin útvegar bás með 3 hillum, fataslá og herðatré. Við erum með venjuleg,-  barna- og buxnaherðatré. Útgerðin útvegar verðmiða með strikamerkjum fyrir 60 vörur. Hægt að kaupa fleiri verðmiða (60 stk á 300 krónur).

Starfsfólk tekur til í básnum og heldur honum snyrtilegum.

 

Leigugreiðsla

Leiguverð fyrir bás greiðist í upphafi leigutímabils í verslun eða með millifærslu á bankareikning.

 

Greiðsla söluhagnaðar

Að loknu leigutímabili er þóknun (18%) dregin frá söluandvirði áður en söluhagnaður (82%) er millifærður á bankareikning leigjanda.

 

Heading

Use this text to share information about your brand with your customers. Describe a product, share announcements, or welcome customers to your store.

Vörumerkin okkar