Útgerðin x hringrás
Útgerðin býður upp á leigu á básum þar sem flíkur og fylgihlutir hljóta endurnýjun lífdaga í nýjum höndum. Einstaklingar geta bæði keypt notaðan fatnað og komið vörum aftur í hringrásina með því að selja notuð föt og fylgihluti.
Leigutími og verð
Sjö básar eru til útleigu í Útgerðinni og leigist hver bás í 28 daga. Þeir dagar sem koma upp á lokunadögum Útgerðar teljast ekki með í heildardögum tímabils.
Leiguverð samanstendur annars vegar af básaleigu og 20% hlutdeild af þeirri upphæð sem viðkomandi selur fyrir á leigutíma.
Leiguverð fyrir einn bás e kr. 14.000,- (kr. 500,- pr /dagur).
*Allar vörur sem settar eru upp í bás skulu vera hreinar, heilar og gatlausar.
Innifalið í leigu
Útgerðin útvegar bás með 3 hillum, fataslá og herðatré (venjuleg, barna- og buxna). Gert er ráð fyrir að um 30 flíkur komist á fataslá. Verðmiða (60 stk) og merkibyssu til að setja á flíkur. Gufuvél er á staðnum.
Starfsfólk tekur daglega til í básnum og heldur honum snyrtilegum.
Hægt að kaupa fleiri verðmiða (60 stk á 300 krónur).
Leigugreiðsla
Leiguverð fyrir bás greiðist í upphafi leigutímabils í verslun eða með millifærslu á bankareikning.
Greiðsla söluhagnaðar
Að loknu leigutímabili er þóknun (20%) dregin frá söluandvirði áður en söluhagnaður (80%) er millifærður á bankareikning leigjanda.

Endilega heyðu í okkur til að bóka bás eða fá frekari upplýsingar.
rut@utgerdin.shop