
Aldur er galdur - Andlitsserum
Við fögnum hverju ári og öllu sem því fylgir en húðin okkar (og við sjálf) eigum allt það besta skilið!
NÆRINGARBOMBA
Heilbrigður skammtur af jurtatöfrum, þetta andlitsserum er endurnærandi blanda af hýalúrónsýru, Bakuchiol (svipað og retinol) Aloe vera og virkum jurtum og peptíðum.
Nærir húðina og eykur náttúrulegan ljóma, stinnir húðina, eykur endurheimt frumna og dregur úr fínum línum
Serumið inniheldur sýrur sem fara djúpt inn í húðina og næra innri húðlögin og veita mikinn raka.
Innihald: Aloe Barbadensis Extract, Water, hyaluronic acid(2%), Collagen Amino Acids, Butylene Glycol & Radish Root Ferment Filtrate, vitamin e, 1% Bakuchiol, green tea, ginkgo biloba, calendula, chamomilla Recutita, achiella, hammamelis, Persea Gratissima (Avocado) Fruit Extract and Maltodextrin, Hydrolyzed Lupine Protein, alcohol, eco PRESERVATIVe.
______
La Brújería nýtir lækningarmátt náttúrunnar til þess að búa til vörur sem huga að húð, heilsu og fegurð. Það er jafn mikilvægt að gefa til baka til náttúrunnar. Það gerum við með því að versla beint við byrgja sem eru sjálfbærir – sem passa upp á að rækta skóginn jafnt og þeir uppskera. Jafnframt borgum við þeim sanngjarnt verð fyrir varninginn (e.fairtrate) og styðjum því við fátæk samfélög í Mexíkó og legg þar mitt af mörkum til að gera heiminn að betri stað. Við bjóðum svo upp á gæða vörur á sanngjörnu verði.
Við leitumst eftir því að bjóða upp á umhverfisvænar umbúðir og sleppum auka kössum og því sem er ónauðsynlegt.
