ANGAN - Black Lava andlitsmaski
Afeitrandi og hreinsandi maski sem inniheldur náttúrulegan leir, villtar íslenskar jurtir og eldfjallaösku. Andlitsmaskinn endurnærir daufa og þreytta húð með léttri yfirborðshreinsun og losar um dauðar húðfrumur. Húðin verður slétt, silkimjúk og ljómandi.
Blandan inniheldur steinefni, vítamín og andoxunarefni sem gefur ljóma, fjarlægir óhreinindi og stíflur í húð ásamt því að auka kollagenframleiðslu húðarinnar.
1 oz / 30 gr
Notkun
Virkið maskann með vatni og blandið þar til áferð er orðin mjúk og kremkennd. Berist á hreina húð og forðist augnsvæðið. Skolið af með volgu vatni eftir 10 - 15 mínútur. Notið 1-2 sinnum í viku.
Þú getur notað aðrar tegundir af vökva til þess að bæta í maskann. Prófaðu til dæmis hrátt hunang, lífræna jógúrt, blómavatn eða te infusion til þess að búa til þína einstöku blöndu.
Virkni
Lykil hráefni
ELDFJALLA ZEÓLÍT STEINEFNI: Zeólít er steinefni sem á uppruna sinn frá eldgosum og það dregur í sig eiturefni. Zeolite, sem er ríkur af steinefnum, er frábær uppspretta af kalsíum sem vitað er að hægir á öldrun og gera við húðina. Það er eitt af fáum neikvætt hlaðnum steinefnum, sem þýðir að það laðar að sér jákvætt hlaðin eiturefni.
ÍSLENSK ELDFJALLAASKA : Eldfjallaaska er afar rík af steinefnum og hefur sótthreinsandi, bakteríudrepandi og andoxunarefni
ACTIVATED CHARCOAL: Laðar að sér eiturefni, bindur óhreinindi og hjálpar til við að hreinsa svitaholur og gerir þær minna sýnilegar.
C VÍTAMÍN: Andoxunareiginleikar C-vítamíns hjálpa til við að berjast gegn sindurefnum, auka kollagenframleiðslu og jafna húðlit.
BRENNINETTLA: Brenninetla er bólgueyðandi, bakteríudrepandi og græðandi. Það hjálpar við að meðhöndla unglingabólur og önnur húðvandamál.