
Damiana - kynörvandi jurtadropar
Damiana (Turnera diffusa) kynörvandi tinktúra (50 ml) Mayar og Aztekar notuðu jurtina til að örva kynhvöt en jurtin er talin örva testósterón framleiðslu í líkamanum og hefur þar með áhrif á orku og kynhvöt.
Þá er jurtin talin auka orku og létta lund og getur því virkað vel gegn skammdegisþunglyndi og haft jákvæð áhrif gegn kvíða og síþreytu.
Jurtin hefur einnig góð áhrif á hormónajafnvægi kvenna, ekki síst kvenna á breytingarskeiðinu.
Notkun: 1 dropa fyrir 2 kg af þyngd tvisvar á dag samfellt í a.m.k. 3-8 vikur. Eftir það má nota dropana eftir þörfum.
______
La Brújería nýtir lækningarmátt náttúrunnar til þess að búa til vörur sem huga að húð, heilsu og fegurð. Það er jafn mikilvægt að gefa til baka til náttúrunnar. Það gerum við með því að versla beint við byrgja sem eru sjálfbærir – sem passa upp á að rækta skóginn jafnt og þeir uppskera. Jafnframt borgum við þeim sanngjarnt verð fyrir varninginn (e.fairtrate) og styðjum því við fátæk samfélög í Mexíkó og legg þar mitt af mörkum til að gera heiminn að betri stað. Við bjóðum svo upp á gæða vörur á sanngjörnu verði.
Við leitumst eftir því að bjóða upp á umhverfisvænar umbúðir og sleppum auka kössum og því sem er ónauðsynlegt.
