Skip to content

Karfa

Karfan þín er tóm

GRÆÐIR græðismyrsl

Sale price4.500 kr

GRÆÐIR er alhliða, lífrænt, græðismyrsl án allra aukefna.

Eftir allt handsprittið er tilvalið á bera Græði smyrsl vel á sára hnúa fyrir svefn og skilja eftir yfir nótt og helst með hönskum.

Öflugt græðismyrsl sem hefur sýnt virkni á alls konar exem, á sóríasis, kláða, brunasár, sveppasýkingu, bleyjuútbrot, þurrkbletti og minniháttar sár. GRÆÐIR inniheldur öfluga blöndu af handtíndum, villtum, íslenskum lækningajurtum samkvæmt gamalli uppskrift sem varðveist hefur í fjölskyldu Sóleyjar í margar kynslóðir.

Við notum býflugnavax í Græði, því er hann ekki vegan.

30 ml.

 

Notkun

Berið GRÆÐIR græðismyrsl með fingurgómunum á svæðið sem þarf að græða og nuddið gætilega inn í húðina. Bestur árangur næst ef kremið er borið vel á að morgni og að kvöldi.
Notið spaða til að ná GRÆÐIR úr krukkunni og velgið kremið í lófanum áður en það er borið á.

GRÆÐIR græðismyrsl
GRÆÐIR græðismyrsl Sale price4.500 kr