Íslandsfuglar by nomad. - Hrafn

Sale price4.200 kr

Hrafninn telst til spörfugla og er stærstur þeirra hér á landi. Hann er staðfugl og er algengur um allt land. Hann verpir í maí og fram í júní og kallast hreiðrið laupur, en í það safnar hann allskonar hlutum og fóðrar það síðan gjarnan með ull og fjöðrum. Hrafninn er nánast alæta og étur hann t.d. ber, hræ og veiðir aðra fugla sér til matar. Mikið hefur verið skrifað og ort um hrafninn. Í norrænu goðafræðinni heita hrafnar Óðins Huginn og Muninn. Á daginn flugu þeir um heiminn og komu síðan að kvöldi og sögðu Óðni frá því sem þeir höfðu sér.

Nánar:

  • íslensk hönnun - nomad. 
  • Stærð: 13 x 5.5 x 9 cm
  • Gjafaaskja 
  • Lýsing á íslensku og ensku á kassa
  • Efni: Viður
  • Hver og einn fugl er einstakur (handgert)