Lúxus Body Gjafasett
Dásamlegt lúxus gjafasett fyrir líkaman sem inniheldur allt sem þú þarft fyrir Spa upplifun heima. Gjafasetið inniheldur Hand Cream og Shower Gel í fullri stærð ásamt lúxus prufu af Body Lotion og ilmkerti.
ChitoCare beauty Hand Cream 75ml
Enduruppgötvaðu fegurð handanna með náttúrulegum og virkum innihaldsefnum úr hafinu. Handáburðurinn inniheldur lífvirkt kítósan með vísindalega sannaða græðandi eiginleika sem myndar filmu, dregur úr roða og pirringi, og verndar hendurnar.
ChitoCare beauty Shower Gel 150ml
Sturtusápan er hlaðin innihaldsefnum sem hreinsa, fríska og endurnæra húðina. Hún inniheldur andoxunarefni og samsetningu virkra innihaldsefna úr hafinu og íslensku jarðhitavatni, sem vernda húðina. Sápan gefur húðinni næringu og hreinsar hana á áhrifaríkan hátt án þess að fjarlægja náttúrulegar rakavarnir hennar.
ChitoCare beauty Body Lotion 50ml
Body Lotion er hágæða líkamskrem hlaðið náttúrulegum og virkum innihaldsefnum sem gefa húðinni aukinn raka, mýkt og ljóma. Kremið gefur húðinni næringu og það inniheldur lífvirkt kítósan með vísindalega sannaða græðandi eiginleika. Það afhjúpar náttúrulega fegurð húðarinnar.
ChitoCare beauty Ocean Breeze Kerti 75g
Ocean Breeze kertið er hin fullkomna viðbót við notalegt heilsulindarkvöld heima. Upplifðu hafgoluna við Íslandsstrendur með þessari róandi ilmblöndu.