Luxus Gjafasett
Lúxus gjafasett
Þetta glæsilega gjafasett inniheldur líkams- og andlitshúðvörur sem djúphreinsa, þétta og styrkja húðina - ásamt því að gefa henni bjarta ásýnd. Settið er samansett af Mjúk líkamsskrúbbi, Eygló andslitskremi, Hrein hreinsimjólk, ásamt lúxusprufu af Nærð andlistsspreyi. Gefðu endurnærandi gjöf sem sem hreinsar, nærir og veitir húðinni djúpann raka.
Lúxus gjafasettið inniheldur:
Mjúk líkamsskrúbbur
Mjúk er tveggja þátta líkamsskrúbbur unninn úr hraunsandi af Reykjanesi og magnesíum súlfat salti. Með þessum tveimur ólíku gerðum af skrúbbkornum í mismunandi kornastærðum næst mun jafnari og betri djúphreinsun á líkamann. Mjúk er rakabomba sem inniheldur villtar íslenskar jurtir og hreinar ilmkjarnaolíur sem bæta þéttleika og ásýnd húðarinnar.
Eygló andlitskrem
Lífrænt vottað andlitskrem sem inniheldur mikið af andoxunarefnum sem lífga upp húðina og fá þurra og líflausa húð til að ljóma. Eygló inniheldur einstaka blöndu af kvöldvorrósarolíu og handtíndum villtum íslenskum jurtum sem næra, mýkja og hafa róandi áhrif á húðina ásamt því að veita húðinni góðan raka djúpt ofan í húðlögin.
Hrein hreinsimjólk
Mild en kröftug andlitsmjólk sem fjarlægir farða og óhreinindi sem safnast hafa yfir daginn. Einstök samsetning kvöldvorrósarolíu og villtra íslenskra jurta sem hreinsa, næra og mýkja húðina - án þess valda henni þurrki. Hrein andlitsmjólkin er einkar rík af andoxunarefnum og inniheldur kvöldvorrósarolíu sem heldur húðinni ungri og teygjanlegri. Hrein er vegan og lífrænt vottuð
Nærð andlitssprey
Nærð þekur húðina með örfínu lagi af raka sem styrkir, jafnar og róar húðina. Létt andlitsvatn sem hreinsar svitaholur og auðvelt er að nota. Nærð er búin til úr hreinu íslensku lindarvatni og inniheldur einstaka blöndu af blóma appelsínutrés og handtíndum, villtum, íslenskum jurtum sem næra húðina og gera hana endurnærða og unglega.