Skip to content

Karfa

Karfan þín er tóm

Article: Útgerðin opnar vefverslun

Útgerðin opnar vefverslun

Kæru vinir,

Við sögðum ykkur frá því um daginn að einhverra breytinga væri að vænta á rekstri Útgerðarinnar svona þegar mesta rykið væri byrjað að setjast og á það eftir að skýrast betur á næstu vikum og mánuðum. Eitt af því sem við höfðum samt ákveðið fyrir töluvert löngu síðan var að bæta þjónustu okkar með því að opna vefverslun, sem er eðli málsins samkvæmt opin allan sólarhringinn.

Undanfarna daga myndaðist smá tímarammi sem við nýttum til að setja hana upp. Við munum halda áfram að bæta vörum inn á síðuna yfir páskana og hlökkum jafnframt til að kynna nokkur ný vörumerki með hækkandi sól.

Við tökum fagnandi á móti þér og þínum - nú á Netinu líka!

Ást og friður,

Read more

Kæru vinir

Kæru vinir, Það er tæpt ár síðan við sigldum Útgerðinni úr höfn án þess að vita nákvæmlega út í hvað vorum að fara. Markmið okkar frá fyrsta degi hefur alltaf snúist um að hafa gaman af lífin...

Read more
Útgerðin léttir þér lífið fyrir jólin

Útgerðin léttir þér lífið fyrir jólin

Nú þegar líða fer að jólum er ekki úr vegi að huga að jólagjöfum fyrir vini og ættingja, og viljum við hjá Útgerðinni bjóða fram aðstoð okkar á meðan þú nýtur aðventunnar í rólegheitum með þínu fól...

Read more