Skip to content

Karfa

Karfan þín er tóm

Article: Kæru vinir

Kæru vinir

Kæru vinir,
Það er tæpt ár síðan við sigldum Útgerðinni úr höfn án þess að vita nákvæmlega út í hvað vorum að fara.
Markmið okkar frá fyrsta degi hefur alltaf snúist um að hafa gaman af lífinu og taka öllum áskorunum sem fylgja rekstri í litlu fyrirtæki í litlu sjávarplássi á landsbyggðinni með opnum huga. Þær hafa verið margar undanfarið ár og lærdómurinn mikill.
Engar áhyggjur, við ætlum að halda ótrauð áfram og hlökkum til að segja ykkur frá nokkrum atriðum sem við höfum þegar undirbúið. Eitthvað kann samt að breytast á næstu dögum, vikum og mánuðum á meðan annað helst óbreytt. Við vitum eiginlega bara ekki ennþá hvað frekar en aðrir. Þetta er skrítið ástand og lítill rekstur á landsbyggðinni sem lagði upp með að þjónusta ferðamenn í meirihluta þarf örugglega að breyta einhverju.
Að gefnu tilefni viljum við minna á vöruúrvalið hjá okkur, gjafabréfin og margt fleira. Það verður opið í dag frá kl. 13 – 16. Falleg strá og sumarlegir blómvendir frá Þórdísi komu vestur nú í morgunsárið. Það er alltaf eitthvað að finna í hillunum, ný listasýning á veggjunum og við gerum okkar besta til að bjóða eingöngu upp á gæðavörur.
Að lokum mælum við með því að fólk reki inn nefið hjá Jenný, Bjössa, Dodda, Siggu & Óla, Ástu, Kötu, Drífu, Ingu & Gústa og öllum hinum. Fáið ykkur að borða hjá Jóni og Lilju eða pantið ykkur borð á Viðvík þegar sólin hefur hækkað á lofti.
Ástarkveðjur,
Rut og Heimir

Read more

Erró listasýning

Gleðilega þjóðhátíð! Það er með miklu þakklæti sem við segjum frá því að í sumar munu verk eftir Erró prýða veggina hjá okkur. Erró, sem heitir Guðmundur Guðmundsson, er fæddur í Ólafsvík og...

Read more

Útgerðin opnar vefverslun

Kæru vinir, Við sögðum ykkur frá því um daginn að einhverra breytinga væri að vænta á rekstri Útgerðarinnar svona þegar mesta rykið væri byrjað að setjast og á það eftir að skýrast betur á næstu vi...

Read more